Samlestur stuttverka

Til að spara útprent og lesa leikþætti beint af síma eða tölvuskjá er best að leikþættirnir séu aðgengilegir í gegnum veflausn eins og Google Docs eða Office 365. Kosturinn við að hafa leiktexta í textaframsetningu (en ekki t.d. sem PDF skjal) er að það rúmast miklu betur á farsímaskjá.

Ef þið vinnið í einhverju öðru forriti er yfirleitt hægt að klippa og líma inn í Google Docs eða Office 365 með þokkalegum árangri. Munið að stilla deilingu þannig að allir sem hafa vefslóðina geti lesið skjalið.

Að sjálfsögðu mega höfundar líka koma með útprentuð eintök ef þeir kjósa það og hafa tök á.

Samlestur 26. ágúst

Stuttverk með baðstofuþema, sjá skjalið.

Snemma árs var í höfundahópi deilt nokkrum kveikjum, sem eins konar bingóspjald. Eitt eða fleira af eftirtöldu komi fyrir eða beri á góma:

  • Afturganga eða önnur þjóðsagnaóvætt.

  • Sjaldgæft karl- og/eða kvennafn.

  • Útistöður við yfirvaldið, hvort sem það er húsfreyjan, sýslumaðurinn eða kóngurinn.

  • Textabrot eða önnur tilvísun í þekkt dægurlag.

  • Einhvers konar afmælis tilvísun, til dæmis með persónu sem hefur nýlega átt eða mun fljótlega eiga afmæli.

  • Heiti á einu eða fleiri leikritum sem Hugleikur hefur sýnt.